. VERKEFNI
Mat á nýjungum sem við höfum innleitt
7
Málörvun og foreldrasamstarf
KYNNING
Mælt er með því að halda matsfund þegar þið hafið haft tíma til að prófa nýjungarnar ykkar.
Þið getið notað matsfundinn til að draga saman það sem ykkur hefur tekist að prófa, skoðað hver reynsla ykkar er og hvað þið viljið vinna með áfram.
1. SKREF - KYNNING:
Segðu stuttlega frá því að þið ætlið að leggja mat á nýjungarnar sem þið hafið innleitt.
Þú getur t.d. sagt að þið ætlið að:
Tala um það sem þið hafið gert frá því síðast
Tala um það sem hefur gengið vel og það sem ekki hefur gengið eins vel, og
hvaða lærdóm hver og einn hefur dregið
Ákveða hvað þið ætlið að gera í framhaldinu. T.d. hvaða nýjungar þið ætlið að
vinna með áfram og hvaða ný verkefni þið viljið innleiða.
2.SKREF - ÆFING:
Prentaðu blaðið með æfingunni „Hvernig hefur gengið og hvað gerum við nú?“ sem er hér á eftir og dreifðu því til þátttakenda. Biddu þátttakendur um að vinna verkefnið tvö og tvö saman. Notið ca. 20 mín.
3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI:
Samantekt á æfingunni: Gerið stutta samantekt frá hverjum hópi. Skrifið e.t.v. mikilvægustu atriðin á flettitöfluna.
4. SKREF - FRAMKVÆMD:
Ræðið saman um hvaða nýjungar þið ætlið að halda áfram að vinna með á næstunni og hvaða fleiri verkefnum þið viljið bæta við. Notið t.d. nokkrar af æfingunum úr „Tungumál er gjöf“.